Hátíð sögu og bóka frá 2013
Hátíðinni er ætlað að styðja við og lífga upp á menningarlífið í Stykkishólmi yfir vetrartímann og er haldin í góðu samstarfi við fyrirtæki, Stykkishólmsbæ og ýmsar menningar- og menntastofnanir.
Hugmyndin fæddist að kveldi á Hótel Egilsen og hefur hátíðin vaxið og dafnað síðan þá. Það er Ingveldi Sigurðardóttur, sem kölluð var Stella kennari að þakka að nafnið Júlíana kom til en Stella hafði sagt stofnanda frá Júlíönu skáldkonu sem hátíðin er nefnd eftir og er ætlað að halda á lofti nafni brautryðjandans Júlíönu Jónsdóttur, skáldkonu sem fyrst kvenna gaf út bók og samdi leikrit og sett var á svið. Reglulega er leikrit hennar, Víg Kjartans Ólafssonar flutt á mismunandi vegu á Júlíönu hátíðum.
Hátíðin fór fyrst fram í febrúar 2013 og hefur verið haldin árlega allar götur síðan.
Eftirtaldar konur komu að stofnun hátíðarinnar:
Gréta Sig., Formaður stjórnar
Þórunn Sigþórsdóttir, gjaldkeri
Dagbjört Höskuldsdóttir, ritari
Sigríður Erla Guðmundsdóttir, meðstjórnandi
Hátíðin hefur að leiðarljósi að stuðla að umfjöllun um bækur, þýðingu sögunnar og sagnaarfsins í samtímanum og hverfist hver hátíð um ákveðið viðfangsefni.
Undirbúningsnefnd 2024
Gréta Sig Bjargardóttir, formaður
Sólveig Ásta Sigurðardóttir, varaformaður stjórnar
Anna Elísabet Sigurðardóttir, ritari
Ásdís Árnadóttir, meðstjórnandi
Öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu og allir viðburðir eru án gjalds.
Hátíðin er styrkt af fyrirtækjum og stofnunum.