2013 - 2024
14 - 16 mars

ÁR VAR ALDA 

KONAN OG GYÐJAN Í FORN- OG ÞJÓÐSÖGUM 

„Þaðan koma meyjar margs vitandi “

          Völuspá 

Júlíana - hátíð sögu og bóka 2024

Ellefta Júlíönu hátíð verður haldin í Stykkishólmi dagana 14 - 16. mars 2024. Sem fyrr verður metnaðarfull dagskrá þar sem rithöfundar, ljóðskáld og fleiri listamenn stíga á stokk.

Frítt er á alla viðburði

Samstarf við Grunnskólann í Stykkishólmi

Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari kom í janúar og vann með nemendum 3. - 6. bekkjar Grunnskólans í Stykkishólmi að ritlist. Bergrún mun koma aftur og vera með nemendum á hátíðinni þar sem hún kynnir afrakstur samstarfsins í Amtsbókasafninu og munu nemendur lesa úr verkum sínum.

Ljóða- og smásagnasamkeppni

Eitt af verkefnum Júlíönu - hátíðar er að standa fyrir árlegri ritsamkeppni. Annað hvert ár er ljóðasamkeppni og hitt árið þá smásagnasamkeppni .

Leshópar lesa Sölku Völku

Fyrir hverja hátíð er leshópur sem hittist og oft er lesin bók eins af þeim rithöfundum sem heimsækir hátíðina þó ekki sé það gert núna. Í ár eru tveir hópar annar í Stykkishólmi og hinn í Reykjavík. Sú bók sem varð fyrir valinu í þetta skiptið er Salka Valka eftir nóbelsskáldið Halldór Laxness. Ólafur K. Ólafsson stýrir leshópnum í Stykkishólmi og Gréta Sig. stýrir hópnum í Reykjavík með aðstoð Silju Aðalsteinsdóttur.

Þátttakendur á hátíð 2023

Við fengum til okkar marga áhugaverða gesti og ber þar fyrst að nefna frú Elízu Reid, rithöfund og forsetafrú sem fjallaði um bók sína Sprakkar.

Einnig komu rithöfundarnir Ana Mjallhvít Drekadóttir, Jakub Stachowiak og Victoria Bakshina sem tóku þátt í höfundaumræðu ásamt Elízu Reid en henni stýrði Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur.

Þá kom hin úkraínska söngkona og tónskáld, Alexandra Chernyshova og flutti óperuaríur úr verkum sínum með kirkjukór Stykkishólmskirkju við undirleik organistans László Petö .